Uppfæra stillingar ræsistjóra

Ræsistjóri er hugbúnaður sem getur ræst vélina þína upp í @RHL@. Hann getur einnig ræst upp önnur stýrikerfi eins og til dæmis Windows 9x. Ef þú ert að nota @RHL@ ræsistjóra munu hann finna þau sjálfkrafa.

Valkostir þínir eru:

Uppfæra stillingar ræsistjóra — Veldu þennan möguleika til að halda núverandi stillingum ræsistjórans (GRUB eða LILO eftir því hvort þeirra er nú uppsettur) og láta uppfæra þær.

Sleppa uppfærslu ræsistjóra — Veldu þennan möguleika ef þú vilt ekki láta breyta neinu er varðar ræsistjórann. Ef þú ert að nota ræsistjóra frá þriðja aðila muntu vilja sleppa því að uppfæra hann hér.

Búa til nýjar ræsistjórastillingar — Veldu þennan möguleika ef þú vilt búa til nýjar stillingar fyrir ræsistjórann þinn. Ef þú hefur verið að nota LILO og vilt skipta í GRUB eða hefur verið að nota ræsidisklinga til að ræsa @RHL@ og þú vilt núna nota ræsistjóra eins og GRUB eða LILO er þessi möguleiki fyrir þig.

Þegar þú hefur valið, smelltu þá á Áfram til að halda áfram