Margir hugbúnaðarpakkar reiða sig á aðra pakka eða aðgerðasöfn til að virka eðlilega. Til að ganga úr skugga um að allir pakkar sem þarf að hafa séu valdir athugar uppsetningarforritið þessi skilyrði í hvert skipti sem pakki er settur upp eða fjarlægður. Ef einhver pakki þarfnast annars sem ekki er uppsettur, þá eru þessi skilyrði ekki uppfyllt.
Einn eða fleiri pakkar sem þú hefur valið er með óuppfyllt pakkaskilyrði. Þú getur leyst þau með því að velja Setja inn pakka til að uppfylla þarfir annarra pakka. Einnig er hægt að velja að sleppa pakkanum eða að hunsa pakkaskilyrðin.